fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Segir að Rússar hafi misst 1.100 hermenn í Bakhmut á einni viku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. mars 2023 08:00

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar misstu rúmlega 1.100 hermenn í orustunni um Bakhmut á aðeins einni viku. Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, á sunnudaginn.

„Á tæpri viku, frá 6. mars, náðum við að fella rúmlega 1.100 hermenn óvinarins í Bakhmut. Óafturkræft tap Rússlands er í Bakhmut,“ sagði hann í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar.

Hann sagði einnig að um 1.500 rússneskir hermenn hefðu særst svo alvarlega í Bakhmut á þessu sama tímabili að þeir séu ekki lengur bardagafærir.

Þess utan eyðilögðu Úkraínumenn tíu rússneskar skotfærageymslur og töluvert af hergögnum að sögn Zelenskyy.

Harðir og blóðugir bardagar hafa staðið um Bakhmut mánuðum saman og eru Rússar sagðir hafa misst allt að 30.000 hermenn þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin