fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Eyjan
Þriðjudaginn 14. mars 2023 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, utan­ríkis­ráð­herra, heim­sækja Kænu­garð í Úkraínu í dag í heim­sókn sinni til landsins. Þær byrja daginn í Borodianka og Bút­sjá þar sem þær munu sjá eyðileggingu borgarinnar. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Þær Katrín og Þórdís hitta síðan forsetann Volodymír Selenskíj eftir hádegi í dag. Af öryggisástæðum eru litlar upplýsingar gefnar um ferðina og dagskráin liggur ekki fyrir. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að mark­mið heim­sóknar ráð­herranna sé að sýna úkraínsku þjóðinni og stjórn­völdum sam­stöðu og ræða á­fram­haldandi stuðning Ís­lands við Úkraínu:

„Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, heimsækja Kænugarð í Úkraínu á morgun, þriðjudaginn 14. mars.

Markmið heimsóknar ráðherranna er að sýna úkraínsku þjóðinni og stjórnvöldum samstöðu og ræða áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu.

Þá er tilefni heimsóknarinnar einnig formennska Íslands í Evrópuráðinu og leiðtogafundur ráðsins sem fer fram í Reykjavík í maí, en Úkraína mun hafa þýðingarmikið hlutverk á leiðtogafundinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn