fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Skessuhorn komið í eigu útlendinga – Hyggjast byggja 1.000 fermetra villu á jörðinni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. mars 2023 08:00

Skessuhorn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadískur auðkýfingur hefur keypt jörðina Horn í Skorradal. Fjallið Skessuhorn er á jörðinni og fylgir því með í kaupunum. Hefur auðkýfingurinn í hyggju að reisa 1.000 fermetra villu á jörðinni auk 700 fermetra gestahúss.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Skessuhorn er auðvitað landsþekkt fyrir glæsileika og fegurð og er vinsæll áfangastaður fjallgöngumanna.

Þá er héraðsfréttablaðið nefnt eftir fjallinu.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að kaupendurnir séu hjón í yngri kantinum. Hafi eiginmaðurinn auðgast í tæknigeiranum.

Jörðin, sem er 110 þúsund fermetrar, var sett á sölu í maí á síðasta ári og tók aðeins 4 daga að selja hana.

Ásett verð var 145 milljónir en söluverðið var 150 milljónir.

Þrjár veiðiár renna um jörðina, Hornsá, Álfsteinsá og Andakílsá.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“