fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Sádar bjóða Zaha 1,5 milljarð á ári eftir skatt

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2023 14:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi er á Wilfrid Zaha í Mið-Austurlöndum og samkvæmt Daily Mail hefur Al-Ittihad í Sádi-Arabíu boðið honum risasamning.

Samningur Zaha við Crystal Palace rennur út í sumar og getur hann farið frítt þá. Samkvæmt nýjustu fregnum er Al-Ittihad til í að bjóða honum níu milljónir punda, meira en 1,5 milljarð íslenskra króna, í árslaun eftir skatt.

Hinn þrítugi Zaha hefur verið á mála hjá Palace síðan 2015 og vill Lundúnafélagið gera allt til að halda honum. Talið er að hann sé með tilboð á borðinu upp á 200 þúsund pund á viku hjá þeim.

Það er þó 120 þúsund pundum minna á viku en það sem Al-Ittihad býður.

Nuno Espirito Santo, fyrrum stjóri Tottenham og Wolves, er við stjórnvölinn hjá Al-Ittihad, sem er á toppi sádi-arabísku deildarinnar og í mikilli titilbaráttu við Cristiano Ronaldo og félaga í Al-Nassr.

Einnig er áhugi á Zaha í Evrópu, til að mynda hjá AC Milan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar