fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Arteta var ekki fyrsti maður á blaði Arsenal – Reyndu fyrst við hann en án árangurs

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. mars 2023 20:18

Arteta á hliðarlínunni / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edu, stjórnarformaður Arsenal, var með annað nafn á blaði áður en Mikel Arteta var ráðinn til félagsins árið 2019.

Frá þessu greinir the Times en Arteta tók við taumunum árið 2019 eftir dvöl sem aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City.

Edu vildi fyrst og fremst ráða Patrick Vieira til starfa en hann er í dag stjóri Crystal Palace og hefur gert fína hluti.

Arteta byrjaði ekki frábærlega með Arsenal en í dag er liðið á toppi úrvalsdeildarinnar og hefur spilað glimrandi vel í vetur.

Bæði Vieira og Arteta eru fyrrum leikmenn liðsins en sá fyrrnefndi var einbeittur að verkefni sínu hjá Nice í Frakklandi á þessum tíma og var ekki til taks.

Það er eitthvað sem Edu er væntanlega þakklátur fyrir í dag en Vieira var rekinn frá Nice stuttu seinna eða árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“