Hulda Vigdísardóttir,starfsmaður hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, doktorsnemi í málvísindum og fegurðardrottning, og Birgir Örn Sigurjónsson, hafa opinberað nafnið á syni sínum. Sonurinn, sem er þeirra fyrsta barn, fæddist í janúar og verður skírður í apríl.
„Ta-Da! Ég heiti Hjalti. Mamma og pabbi vissu strax hvað ég ætti að heita ef ég yrði strákur og hvað ég hefði átt að heita ef ég hefði verið stelpa. Þau kölluðu mig jú alltaf Döðlu en sín á milli var ég líka kallaður Hjalti,“ skrifar Hulda.
Undraverð fæðingarsaga Huldu – „Á leiðinni niður birtist fótur, enn í belgnum“