fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Mikill sóðaskapur við Elliðaárnar – „Litla Sorpa“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. mars 2023 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ábyrgur borgari lýsir miklum sóðaskap og ruslsöfnun á lóð Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal. Kemur þetta fram í FB-hópnum „Plokk á Íslandi.“

Maðurinn óttast að ruslið á lóð Toppstöðvarinnar geti endað í sjálfum Elliðaánum en hann safnaði rusli á þessu svæði 17 poka í dag og náði samkomulagi við hverfisstöðina í Jafnaseli um að hirða ruslið. Maðurinn segir svo frá þessu í FB-hópnum:

„Síðustu mánuði hefur eins konar „Litla Sorpa“ orðið til á lóð Toppstöðvarinnar sem stendur við Elliðaárnar. Um er að ræða opið rými á Toppstöðinni sjálfri, þar sem fólk hefur verið að losa sig við sorp. Þetta er mjög bagalegt, enda hætt við því að eitthvað úr þessum haug endi í Elliðaánum.

Fyrir nokkru setti ég mig í samband við hverfisstöðina í Jafnaseli og úr varð að þau myndu hirða þetta fyrir mig ef ég myndi ganga þannig frá ruslinu að aðgengilegt væri fyrir þau að sækja það.

Ég gekk í þetta mál í dag og hreinsaði þarna út, auk þess sem ég tók það stærsta af lóðinni, flokkaði eftir bestu getu í plast, timbur, málma, rafmagnstæki, málningu og efnavörur. Annað sem til féll og var óflokkanlegt fyllti 17 ruslapoka.

Ég tel réttast að Reykjavíkurborg myndi láta smíða lokun á þetta hólf, bæði er þetta ekkert augnayndi, sem og er líklegt að sorp fari aftur að safnast þarna fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”