fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Kennir dómaranum alfarið um tapið í Meistaradeildinni – ,,Virkilega slæmur og hrokafullur“

Victor Pálsson
Föstudaginn 10. mars 2023 20:26

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emre Can, leikmaður Borussia Dortmund, ræddi við blaðamenn í vikunni eftir tap gegn Chelsea í Meistaradeildinni.

Dortmund tapaði 2-0 gegn Chelsea í 16-liða úrslitum en liðið hafði unnið fyrri leikinn 1-0 á heimavelli.

Chelsea fékk vítaspyrnu í leiknum og eftir klúður fékk liðið að endurtaka spyrnuna sem Kai Havertz skoraði úr.

Can segir að dómari leiksins hafi verið mjög hrokafullur og að hann hafi ekki sinnt starfi sínu nægilega vel.

,,Við áttum ekki skilið að tapa, það var dómaranum að kenna,“ sagði Can við Amazon Prime.

,,Að gefa þeim vítaspyrnuna aftur, að þeir fái að taka hana aftur, hvernig er það mögulegt? Ég skildi ekkert í þessu.“

,,Dómarinn var virkilega slæmur. Hvernig hann talaði við okkur, hann var svo hrokafullur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag