fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

„Da Vinci“ féll í Úkraínu á þriðjudaginn – Var ein mesta hetja Úkraínumanna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. mars 2023 07:00

Dmytro „Da Vinci“ Kotsiubailo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn féll Dmytro Kotsiubailo, 27 ára, á vígvellinum í Úkraínu. Hann var almennt kallaður „Da Vinci“ og var foringi „Da Vinci Wolves“ herdeildarinnar. Hann var einn frægasti úkraínski hermaðurinn.

Úkraínskir hermenn og stjórnmálamenn, þar á meðal Volodymyr Zelenskyy forseti hylltu hann að honum látnum og sögðu hann sanna hetju.

„Hann varði sjálfstæði okkar og reisn þjóðarinnar frá 2014. Ein yngsta hetja Úkraínu. Ein af þeim sem persónuleg saga, karakter og hugrekki varð að sögu, karakter og hugrekki Úkraínu,“ sagði Zelenskyy í myndbandi sem hann birti á Telegram og Twitter.

Kotsiubailo var sæmdur heiðursmerkinu „Hetja Úkraínu“ fyrir tveimur árum og varð þar með yngsti maðurinn nokkru sinni til að vera sæmdur þessu heiðursmerki. Hann fékk það fyrir það sem hann gerði til að vernda úkraínskt landsvæði og fullveldi 2014 þegar Rússar hertóku Krím.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns