fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Leno opnar sig um brottförina frá Arsenal – „Ég hafði ekki gert neitt rangt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 15:00

Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu Arsenal. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernd Leno opnaði sig um brottförina frá Arsenal í nýju viðtali. Þjóðverjinn, sem er á mála hjá Fulham, á enn gott samband við Skytturnar.

Hinn 31 árs gamli Leno var markvörður Arsenal frá 2018 til 2022. Hann missti sæti sitt snemma á síðustu leiktíð eftir að Aaron Ramsdale var keyptur.

„Ég ber engan kala til Arsenal. Þetta endaði ekki á besta mátann en það var tekið mjög vel á móti mér þegar ég sneri aftur á Emirates-völlinn. Stuðningsmenn komu upp að mér og þökkuðu mér fyrir þessi fjögur ár hjá Arsenal, sögðu mér að ég hafi staðið mig vel,“ segir Leno, en hann spilaði með Fulham gegn Arsenal fyrr á tímabilinu og tapaði naumlega.

„Ég var mjög ánægður með hvernig ég stóð mig. Ég hafði ekki gert neitt rangt þegar ég var tekinn úr liðinu. Ég kom inn um aðaldyrnar og aftur út um þær. Ég tengist félaginu enn.“

Leno sér alls ekki eftir því að hafa valið Fulham sem næsta áfangastað á eftir Arsenal.

„Það var alveg klárt að mig langaði að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er langbesta deild í heimi. Ég elska líka lífið í London.

Ég ræddi við fólk hjá Arsenal og sagði að mig langaði til Fulham. Allir sögðu að þetta væri flottur fjölskylduklúbbur. Ég spilaði oft gegn Fulham og þetta er gamaldags leikvangur. Allt spilaði þettainn í.“

Gengið hjá Fulham hefur verið framar björtustu vonum.

„Markmiðið fyrst var að halda okkur í deildinni. Nú erum við komnir í 8-liða úrslit enska bikarsins og sitjum í sjöunda sæti deildarinnar. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Í gær

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika