Kennari nokkur í Argentínu birti athyglisvert myndband þar sem hún sýndi fram á bestu leiðina til að fá þögn í skólastofu í Argentínu.
Mikill kliður var í stofunni svo kennarinn greip til sinna ráða.
Hún sagði: „Sá sem heldur áfram að tala kýs Mbappe framyfir Messi.“
Þetta virkaði og bekkurinn steinþagði.
Messi er í guðatölu í Argentínu og líta öll börn upp til hans.
Kappinn varð heimsmeistari með landi sínu á HM í Katar fyrir áramót og er álitinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
How to silence a classroom in Argentina 😂
(via margaritapla/TikTok) pic.twitter.com/56T8SJh6Fi
— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2023