fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Guðrún Árný til Malbikstöðvarinnar

Eyjan
Mánudaginn 6. mars 2023 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Árný Guðmundsdóttir var nýverið ráðin sem mannauðsleiðtogi hjá Malbikstöðinni og hefur nú þegar tekið til starfa. Guðrún er með meistarapróf í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst en í náminu lagði hún sérstaka áherslu á þjónandi forystu. Eins er Guðrún með LSRM söngkennarapróf á vegum Royal School of Music, en prófið tók hún og útskrifaðist frá Söngskólanum í Reykjavík. Guðrún þekkir vel til starfsemi Malbikstöðvarinnar þar sem hún starfaði hjá fyrirtækinu á árunum 2014 – 2020.

„Það verður nú bara að segjast að ég er himinlifandi að fá Guðrúnu aftur til starfa enda öflug manneskja, bæði í vinnu og leik. Hún á eftir að halda vel utan um mannauð fyrirtækisins og er sérstaklega mikil þörf á því núna þar sem Malbikstöðin er sífellt að stækka og eflast og starfsfólki þar af leiðandi að fjölga. Einstaklingar sem hafa hug á því að vinna með okkur í malbikinu geta verið þess fullvissir um að það verður vel tekið á móti þeim. Því get ég lofað,“  segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar.

Guðrún hefur sinnt ýmsum störfum í gegnum tíðina en hún var kórstjóri og söngkennari hjá Söngskólanum Domus Vox og Stúlknakór Reykjavíkur. Einnig var hún kórstjóri Samkórs Reykjavíkur og gegndi hlutverki ritara í stjórn Félags íslenskra kórstjóra í nokkur ár. Á árunum 2021 – 2022 var hún stöðvarstjóri hjá Osteostrong á Íslandi en á árum áður starfaði hún hjá A4 og sinnti þar tollskýrslugerð og almennum skrifstofustörfum. Hjá fyrirtækinu var hún formaður starfsmannafélagsins.

„Eins og segir í auglýsingu Malbikstöðvarinnar og þar áður í lagi þeirra Magnúsar Eiríkssonar og Pálma Gunnarssonar þá er hver vegur að heiman vegurinn heim. Mér líður þannig með að vera komin aftur til starfa hjá fyrirtækinu og er tilbúin í að takast á við öll þau verkefni sem starfið felur í sér,“  segir Guðrún Árný Guðmundsdóttir, mannauðsleiðtogi Malbikstöðvarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk