fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Leysir frá skjóðunni og greinir frá vandamálum sem tengdust ungstirni Manchester United – ,,Hann var ó­líkinda­tól og upp­spretta upp­þota“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú, að­eins 18 ára gamall, er Alejandro Garnacho orðinn einn af mest spennandi leik­mönnum Manchester United en fyrir komu hans til fé­lagsins þurfti hann að sjá til þess að hugar­fars­breyting ætti sér stað.

Frá þessu hefur fyrrum þjálfari hans hjá ung­linga­liði At­letico Madrid, Jesus Adol­fo Marcos, greint.

Jesus var þá þjálfari undir 19 ára liðs At­letico Madrid og það var hann sem tók þá á­kvörðun að láta Garnacho æfa með leik­mönnum þremur árum yngri en hann sjálfur. En fyrir því var á­stæða.

Hæfi­leikar Garnacho innan vallar voru ó­tví­ræðir en hins vegar voru uppi efa­semdir varðandi hegðun hans. Garnacho var farinn að færa sig upp á skaftið í sam­skiptum sínum, bæði við leik­menn og þjálfara. Það þurfti að lækka í honum rostann.

,,Garnacho var „götu­strákur“ frá út­hverfum Geta­fe og nánast um leið á­kváðum við að færa hann til vegna þess að hann var ekki góður nemandi,“ sagði Jesus í við­tali.

Leik­maðurinn hafi verið klárari en flestir en á sama tíma olli hann meiri vand­ræðum.

,,Hann var ó­líkinda­tól og upp­spretta upp­þota á heima­vís akademíunnar. Hann átti það til að smygla mat inn á her­bergið sitt, fela símann sinn og vera svo í honum langt fram á nótt. Hann var efstur í sínum ár­gangi hvað varðar það að brjóta reglur.“

Garnacho hefur þó tekist að bæta ráð sitt og nú er hann einn af lykil­mönnum Manchester United til lengri tíma litið.

Undir stjórn Erik ten Hag hefur hann fengið tæki­færi í aðal­liði Manchester United, spilað 29 leiki í öllum keppnum, skorað 4 mörk og gefið 5 stoð­sendingar. Þá varð hann enskur deildar­bikar­meistari með fé­laginu fyrir nokkrum dögum síðan.

Garnacho verður í eld­línunni með Manchester United sem heim­sækir erki­fjendurna í Liver­pool kl 16:30 í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“