fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Svaraði spurningum um Manchester United og kom með athyglisverð ummæli í ljósi umræðunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. mars 2023 12:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir Emiliano Martinez, Beto, vill sjá hann fara til stærra félags en Aston Villa á einhverjum tímapunkti.

Hinn 30 ára gamli Martinez kom fremur seint fram á sjónvarsviðið. Hann sprakk út með Arsenal árið 2020 þegar Bernd Leno meiddist og fór í kjölfarið til Villa. Þá varð Martinez aðalmarkvörður argentíska landsliðsins og varð heimsmeistari með því fyrir áramót.

Beto var spurður út í það hvort hann sæi son sinn spila fyrir Manchester United.

„Vonandi fer hann í eitthvað af þessum stórkostlegu félögum. En eins og er þá er hann með hausinn á Aston Villa,“ segir Beto.

Hann segir að Unai Emery, stjóri Villa, vilji ólmur hafa Martinez áfram hjá sér. Það er athyglisvert í ljósi þess að fréttir hafa verið um slæmt samband Martinez við Emery.

„Emery biður hann um að fara ekki og vera áfram hjá Aston Villa. Hann elskar hann. Það er allt betra hjá Aston Villa með Emi innanborðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn