fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Miklar breytingar gætu orðið á Emirates í sumar – Risanöfn á blaði og aðrir þurfa að víkja

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. mars 2023 13:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórar breytingar gætu átt sér stað hjá Arsenal í sumar. Félagið ætlar að reyna að sækja stór nöfn og þá gætu nokkrir leikmenn yfirgefið Emirates-leikvanginn.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur með tveggja stiga forskot á Manchester City, auk þess að eiga leik til góða.

Það er nær öruggt að Arsenal mun ná sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil að minnsta kosti. Það mun gera félagið samkeppnishæfara á leikmannamarkaðnum í sumar.

Talið er að Mikel Arteta vilji fá tvo miðjumenn til Arsenal í sumar, auk kantmanns og vinstri bakvarðar.

Declan Rice og Moises Caicedo hafa verið orðaðir við félagið. Skytturnar eru bjartsýnar á að hafa betur gegn Chelsea í baráttunni um Rice.

Þá hafa menn eins og Victor Osimhen, Sergej Milinkovic-Savic, Ivan Fresneda og Denzel Dumfries verið orðaðir við Arsenal.

Þá er talið að Kieran Tierny yfirgefi Arsenal í sumar. Hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu til Oleksandr Zinchenko fyrir þessa leiktíð.

Þá munu þeir Albert Sambi Lokinga og Nuno Tavares líklega fara frá Emirates einnig.

Folarin Balogun, sem er að gera frábæra hluti á láni hjá Reims, verður líklega seldur.

Þeir Emile Smith Rowe og Granit Xhaka eru einnig nefndir til sögunnar hvað varðar hugsanlegar sölur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar