fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Aron Bjarki semur við Gróttu – Þriðji leikmaðurinn á tveimur dögum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. mars 2023 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Bjarki Jósepsson hefur gengið til liðs við knattspyrnudeild Gróttu. Aron er frá Húsavík og því uppalinn Völsungur, en hann lék í fjölda ára með KR efstu deild. Hann á að baki 146 leiki í efstu deild en í fyrra lék hann með ÍA. Nú bjóðum við hann hjartanlega velkominn á Nesið.

Aron spilar í hjarta varnarinnar og hefur nú þegar látið til sín taka á æfingasvæðinu þar sem reynsla hans og leiðtogahæfileikar hafa nýst liðinu og teyminu vel.

,,Ég er mjög hamingjusamur að vera búinn að skrifa undir samning við Gróttu. Ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum og hjálpa félaginu á alla þá vegu sem ég get til að ná markmiðum sínum í þessu spennandi verkefni sem er í gangi á Seltjarnarnesi,“ sagði Aron.

Aron er þriðji leikmaðurinn sem Grótta fær á tveimur dögum en félagið fékk Arnar Núma Gíslason og Pétur Theodór á láni frá Breiðablik í gær. Liðið er því að styrkja sig verulega fyrir átökin í Lengjudeildinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar