fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Jóhann Króknes Torfason einnig sæmdur heiðurskrossi KSÍ

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 18:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á 77. ársþingi KSÍ sem haldið var á Ísafirði laugardaginn 25. febrúar var Jóhann Króknes Torfason sæmdur heiðurskross KSÍ.

Heiðurskross, úr gulli í borða með íslensku fánalitunum, er æðsta heiðursmerki KSÍ og veitist hann aðeins undir alveg sérstökum kringumstæðum þeim einstaklingum, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.

Á stjórnarfundi KSÍ þann 9. febrúar síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ að sæma Jóhann Króknes Torfason heiðurskross KSÍ.

Jóhanni Torfasyni er fótbolti í blóð borinn og hann hefur verið virkur þátttakandi í íþróttinni allt sitt líf, allt frá því að vera leikmaður og til þess að vera stjórnarmaður í sínu félagi og nefndar- og stjórnarmaður hjá KSÍ.

Jói Torfa hefur um langt árabil starfað að framgangi íslenskrar knattspyrnu, hefur átt stóran þátt í uppbyggingu knattspyrnustarfs á Ísafirði, verið ötull baráttumaður fyrir knattspyrnuna á landsbyggðinni, og lagt mikið af mörkum á vettvangi KSÍ, sér í lagi þegar kemur að verkefnum yngri landsliða. Jóhann Torfason hefur gert knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.

Þess má geta að Jóhann var einnig sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ sama dag fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Vestfjörðum, knattspyrnuhreyfingarinnar og ÍSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026