fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Gefur í skyn að hann verði áfram í Manchester – ,,Elskar hörkuna í ensku úrvalsdeildinni“

Victor Pálsson
Föstudaginn 24. febrúar 2023 20:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roger Wittmann, umboðsmaður Marcel Sabitzer, hefur gefið sterklega í skyn að leikmaðurinn verði áfram á Englandi.

Sabitzer skrifaði undir samning við Manchester United í janúar og kom á láni frá Bayern Munchen.

Sabitzer fann sig ekki hjá Bayern en hefur byrjað vel á Englandi og minnir á þann leikmann sem hann var hjá RB Leipzig á sínum tíma.

,,Marcel er toppleikmaður og það að hann sé að spila vel kemur mér ekkert á óvart. Ef þú ert með sömu reynslu og Marcel, hvort það sé í Meistaradeildinni eða með yfir 60 landsleiki, það tekur ekki langan tíma að aðlagast,“ sagði Wittmann.

,,Hann elskar hörkuna í ensku úrvalsdeildinni. Það var ljóst alveg frá byrjun að enska úrvalsdeildin myndi henta honum. Hann er aggressívur leikmaður. Hann gerir allt sem til þarf og það sem þarf í þessari deild“

,,Hjá Manchester United þá fáum við að sjá Marcel sem spilaði með RB Leipzig. Hvað gerist í sumar? Við sjáum til þegar tíminn kemur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona