fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Gumma Gumm líkt við Arsene Wenger

433
Laugardaginn 25. febrúar 2023 09:00

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.

Meðal annars stórfrétt vikunnar en Guðmundur Guðmundsson og HSÍ komust að samkomulagi að því að binda enda á sitt samstarf og lýkur því landsliðsþjálfaraskeiði Guðmundar með íslenska karlalandsliðið í handbolta.

„Þessar fréttir koma á skrítnum tímapunkti,“ sagði Hörður Snævar um málavendingarnar. „Maður hefði kannski búist við þessum fréttum nokkrum dögum eftir síðasta stórmót en þessi ákvörðun kemur núna í aðdraganda mikilvægra leikja í undankeppni EM.

Það hefur eitthvað gerst bakvið tjöldin sem hefur ekki komið fram í dagsljósið ennþá. Að leikmenn hafi jafnvel ekki lengur vilja gefa sig í verkefnið með Guðmundi.“

Guðmundur er sigursælasti landsliðsþjálfarinn í sögu íslenska landsliðsins og einn sá færasti í bransanum einnig.

Svo eiga kannski bara allir sinn tíma eða hvað?

Í augum Guðlaugur lá það einhvern veginn svo augljóst fyrir að Guðmundur væri rétti maðurinn til að sinna þessu starfi. Þá setur hann spurningarmerki við væntingarnar sem gerðar voru til liðsins fyrir HM í janúar síðastliðnum.

„Við vorum orðin heimsmeistarar, ekki bara fyrir þetta mót heldur einnig heimsmeistarar næstu ára. Eru þetta alveg réttu skilaboðin? Þetta voru ekki réttu skilaboðin.“

Íslenska landsliðið sé samanskipað af frábærum leikmönnum, þetta sé frábært lið.

„Guðmundur er ekkert orðinn slæmur þjálfari, ég held að hann sé alveg jafn góður og hann var. Það þurfa því að vera einhver góð rök fyrir því að skipta um landsliðsþjálfara.

Maður áttar sig hins vegar engan veginn á því hvað hefur gerst og ég bíð bara spenntur eftir því að sjá sérfræðingana greina frá því.“

Hörður Snævar dró þá upp mynd af sögusögnum sem hafa einkennt umræðuna um tíðindin í vikunni.

„Sagan er sú að einhverjir af lykilmönnum landsliðsins hafi látið HSÍ vita að þeir nenntu ekki lengur að vinna með Guðmundi. Það að þjálfarinn sé látinn fara er enginn dómur á það hvernig störf hans fyrir HSÍ hafa verið.

Sjáum bara gott dæmi um Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal. Hans tími kom bara einhvern veginn. Stundum er bara eitthvað samstarf búið, komið á endastöð.

Það getur bara vel verið að í tilfelli HSÍ og Guðmundar sé það heillvænlegt fyrir báða aðila að slíta þessu. Að Guðmundur endi ekki út í skurði með þetta lið, heldur labbi bara frá borði með reisn. Við minnumst hans fyrir allt það góða.“

Nánari umræðu um HSÍ og Guðmund Guðmundsson má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
Hide picture