fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Fordæmalaust – Áhættusöm heimsókn Biden til Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 07:00

Biden og Zelenskyy fengu sér göngutúr í Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór til Kyiv í Úkraínu á mánudaginn og kom heimsbyggðinni á óvart með þessu. Ekkert hafði spurst út áður um að hann væri á leið til Kyiv. Aðeins nánasta samstarfsfólk hans og tveir blaðamenn vissu um heimsóknina.

Heimildarmenn í Hvíta húsinu segja heimsóknina hafa verið einstaka og án fordæma því þrátt fyrir að heimsóknin hafi komið heimsbyggðinni á óvart þá er það ekki þannig að einn valdamesti maður heims komi algjörlega fyrirvaralaust í heimsókn til lands sem á í stríði. BBC skýrir frá þessu.

Þetta var fyrsta heimsókn Biden til Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir tæpu ári.

Eins og áður sagði kom heimsóknin nánast öllum á óvart. En þrátt fyrir það hafði hún verið í undirbúningi í marga mánuði en það var ekki fyrr en á föstudaginn sem ákveðið var að láta verða af henni að sögn BBC og CNN.

Heimsóknin fór fram í tengslum við heimsókn Biden til Póllands.

BBC segir að margir fréttamenn hafi verið búnir að velta því upp hvort Biden myndi fara til Úkraínu þegar hann væri á annað borð kominn til Póllands en enginn reiknaði með að heimsóknin myndi fara fram eins og hún gerði þar sem Biden sást skyndilega á gangi í Kyiv með Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Í gær

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups