fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Rússneskir herbloggarar eru frávita af reiði eftir heimsókn Biden til Kyiv

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 07:00

Biden og Zelenskyy fengu sér göngutúr í Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór varla fram hjá mörgum að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heimsótti Kyiv, höfuðborg Úkraínu, og Volodymr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í gær. Heimsóknin fór að minnsta kosti ekki fram hjá rússneskum herbloggurum sem eru vægast sagt frávita af reiði yfir heimsókninni.

Þeir þrýsta nú enn meira á Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, en áður að sögn CNN sem segir að herbloggararnir og öfgaþjóðernissinnaðir sérfræðingar séu meðal annars öskureiðir yfir að heimsóknina bar upp skömmu áður en Pútín átti að flytja ræðu þar sem þess er vænst að hann muni segja frá þeim árangri sem hann telur hafa náðst með innrásinni í Úkraínu.

„Algjör niðurlæging Rússlands,“ skrifaði Sergey Mardan, rússneskur blaðamaður, á Telegram

„Verð ekki hissa þótt afinn (Joe Biden, innsk. blaðamanns) fari einnig til Bakmut og EKKERT KOMI FYRIR HANN,“ skrifaði rússneski uppgjafahermaðurinn og fyrrum liðsmaður leyniþjónustunnar FSB, Igor Girkin, á Telegram.

„Tæpu ári eftir að hin sérstaka hernaðaraðgerð hófst bíðum við í rússnesku borginni (Kyiv, innsk. blaðamanns) eftir forseta rússneska sambandsríkisins, en ekki eftir forseta Bandaríkjanna,“ var skrifað á Telegramaðgang hermanna í rússneska land- og sjóhernum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“