fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Klókur Þróttari vann sex milljónir á enska seðlinum um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann var frekar hissa Þróttarinn sem fékk símtal frá Getraunum um að hann hefði verið með 12 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og tæplega 6 milljón krónum ríkari. Þróttarinn er ekki mikill tippari og var þetta aðeins í fjórða eða fimmta sinn sem hann tippar á Enska getraunaseðilinn.

„Mér datt þetta í hug á miðvikudagskvöldinu þar sem ég sat yfir sjónvarpinu að tippa á Enska getraunaseðilinn, en ég fylgist ekkert með enska boltanum og það kom því á óvart að fá símtal frá Getraunum í morgun“ sagði kátur vinningshafinn. Miðinn var með sex leiki tvítryggða og eitt merki á sjö leiki og kostaði 832 krónur. Eini leikurinn sem var rangur var Everton – Leeds þar sem tipparinn spáði Leeds sigri en Everton vann leikinn 1-0.

Enginn var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og því verður risapottur næstkomandi laugardag þar sem vinningsupphæðin fyrir 13 rétta er áætluð 200 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum