fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Margrét drottning lýsir Pútín – „Ég hef aldrei á ævinni séð svona köld augu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. febrúar 2023 08:00

Margrét er að reykja eftir að hafa verið stórreykingakona í 66 ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Margrét Danadrottning hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, 2011 og 2014 fékk hún ekki jákvæða mynd af honum: „Ég man að ég hugsaði að hann væri ekki þægilegur. Ég hef aldrei á ævinni séð svona köld augu.“

Þetta sagði hún meðal annars í stóru viðtali við Weekendavisen um síðustu helgi.

Drottningin fór í opinbera heimsókn til Rússlands 2011 en þá var Pútín forsætisráðherra og hinn opinberi gestgjafi var því Dmitry Medvedev, sem var þá forseti. Þremur árum síðar hitti hún Pútín þegar þess var minnst að 70 ár voru liðin frá landgöngu herja bandamanna í Normandí.

Í viðtalinu sagði drottningin að hún fylgist vel með gangi stríðsins í Úkraínu með því að „lesa öll dagblöðin nær daglega“.

Hún sagðist fagna því að Úkraínumenn fái nú Leopard-skriðdreka frá bandalagsríkjum sínum. „Þeir hafa þörf fyrir eitthvað þungt. Þeir sýna einnig að þeir geta notað þetta. Þetta er aðdáunarvert. Pútín taldi að hann gæti klofið Evrópu en hann fékk okkur til að standa saman,“ sagði hún.

Hún hrósaði einnig Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, og hvernig hann hefur „staðið með þjóð sinni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast