fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Segir að 97% af rússneska hernum sé nú í Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 05:20

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er tæpt ár liðið frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hernaður þeirra hefur ekki gengið eins og þeir reiknuðu með og hafa þeir beðið marga ósigra á vígvellinum og eru víðs fjarri því að ná markmiðum sínum með innrásinni. Nú virðast þeir ætla að herða stríðsreksturinn enn frekar því búið er að senda 97% af öllum hernum til Úkraínu.

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði þetta í samtali við BBC í gær.

Hann sagði að stríðið hafi reynst Rússum dýrkeypt og að nú sé talið að um 97% af öllum rússneska hernum sé í Úkraínu. Hann benti á að þrátt fyrir þetta hafi Rússum ekki tekist að brjótast í gegnum varnir Úkraínumanna. Þvert á móti virðist rússnesku hersveitirnar eiga í vandræðum með að sækja fram.

„Ég held að til að reyna að sækja fram reyni Rússar að gera það með svipuðum aðferðum og í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem árangurinn er mældur í metrum en ekki kílómetrum,“ sagði Wallace.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu fjölmennur rússneski herinn er en CIA telur að áður en Rússar réðust inn í Úkraínu hafi um 850.000 hermenn verið í hernum. Af þeim voru um 300.000 landhermenn.

Þessu til viðbótar greip Pútín til herkvaðningar í haust og kvaddi þá 300.000 menn til herþjónustu.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að Wagner-málaliðahópurinn sé með um 50.000 menn í Úkraínu.

Ekki er vitað hversu margir rússneskir hermenn hafa fallið í stríðinu en vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að í heildina hafi 180.000 til 200.000 rússneskir hermenn fallið eða særst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum