fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

PSG tók of seint við sér og Bayern leiðir eftir fyrri leikinn – Milan með sigur á Tottenham

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 21:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Í París tóku heimamenn í PSG á móti Bayern Munchen í sannkölluðum stórleik.

Bayern var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta sér það. Markalaust var þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Snemma í seinni hálfleik skoruðu Þjóðverjarnir hins vegar. Þar var að verki Kinsgley Coman eftir frábæra sendingu Alphonso Davies. Óhætt er að setja spurningamerki við Gianluigi Donnarumma í markinu.

Gestirnir voru áfram betri í kjölfar marksins en PSG tók skyndilega við sér þegar um 20 mínútur lifðu leiks og sóttu án afláts. Átti Nuno Mendes, sem og innkoma Kylian Mbappe af bekknum, stóran þátt í því.

Mbappe tókst að koma boltanum í netið eftir frábæran sprett Mendes á 82. mínútu en sá síðarnefndi var dæmdur rangstæður með hjálp VAR. Það stóð afar tæpt.

Í blálokin fékk Benjamin Pavard í liði Bayern sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Lionel Messi.

Meira var ekki skorað og lokatölur 0-1.

PSG 0-1 Bayern Munchen
Kingsley Coman (53′)

Þá tóku Ítalíumeistarar AC Milan á móti Tottenham.

Heimamenn fengu draumabyrjun þegar Brahim Diaz skoraði á 7. mínútu.

Fyrri hálfleikur var fremur jafn og gerðu gestirnir frá Englandi sig líklega til að skora þegar leið á hann.

Milan leiddi hins vegar í hálfleik.

Heimamenn fengu betri tækifæri til að skora í seinni hálfleik. Meira var þó ekki skorað í leiknum.

AC Milan 1-0 Tottenham
Brahim Diaz (7′)

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta