fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Rússneskir tölvuþrjótar sagðir hafa reynt að stela af bankareikningum látinna íbúa Maríupól

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa reynt að brjótast inn á bankareikninga látinna íbúa Maríupól í Úkraínu og reikninga borgarbúa sem hröktust að heiman.

Eru tölvuþrjótarnir sagðir hafa reynt að stela sem nemur rúmlega 350 milljónum íslenskra króna af bankareikningum borgarbúa. Það er úkraínska leyniþjónustan SBU sem heldur þessu fram og segist hafa stöðvað þessa fyrirætlun tölvuþrjótanna.

SBU segir að tölvuþrjótarnir séu staðsettir á svæði í Donetsk, sem Rússar hafa á valdi sínu, og starfi með rússnesku leyniþjónustunni. Þeir hafi hringt í banka og þóst vera fulltrúar viðskiptavina þeirra.

Eru þrjótarnir sagðir hafa notað hertekin bankaútibú í Maríupól til að komast yfir upplýsingar um tæplega 4.000 viðskiptavini, þar á meðal fólk sem lést í átökunum um borgina eða var flutt nauðungarflutningum til Rússlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla