fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hafa 135.000 rússneskir hermenn fallið í stríðinu? Hvað er rétt og hvað er rangt í þessum efnum?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 08:00

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu hefur verið mjög blóðugt og kapphlaupið um hvor stríðsaðilinn nær hraðasta að senda nýja hermenn á vígvöllinn í stað fallinna og særðra mun ráða miklu um framvindu mála.

Síðasta vika var gríðarlega kostnaðarsöm fyrir Rússa þegar mælt er í mannfalli. Breska varnarmálaráðuneytið segir að 824 rússneskir hermenn hafi fallið að meðaltali á dag.

Úkraínumenn segja einnig að mannfall Rússa hafi verið mjög mikið að undanförnu sem og allt stríðið. Í heildina segjast Úkraínumenn hafa fellt 135.000 rússneska hermenn og sært um 400.000 til viðbótar.

Rússar veita ekki upplýsingar um mannfall sitt en eru reiðubúnir til að segja hvað Úkraínumenn hafa misst marga hermenn. Þeir segja til dæmis að Úkraínumenn hafi misst 30.000 hermenn í orustunni um Bakhmut.

Þetta tjá Úkraínumenn sig ekki um, því eins og Rússar þá veita þeir ekki upplýsingar um eigið manntjón. En vitað er að báðir aðilar eru á fullu við að senda liðsauka á vígvöllinn og reyna að styrkja stöðu sína fyrir nýjar sóknir nú á vormánuðum.

Eru 135.000 rússneskir hermenn fallnir?

Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að um 135.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og um 400.000 særst. Ef þetta er rétt og horft er til þess að þegar Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpu ári voru þeir með um 190.000 hermenn, þá þýðir þetta að 70% af þeim fjölda sé fallinn.

Rússneska greiningarþjónustan Volja, sem hefur yfirleitt yfir áreiðanlegum upplýsingum að búa, segir á Telegram að um 135.000 rússneskir hermenn hafi fallið og um 300.000 særst.

Vestrænir sérfræðingar telja að samtals hafi 200.000 rússneskir hermenn fallið og særst. Ef reiknað er með að fyrir hvern fallinn hermann hafi þrír til fjórir særst, sem er að sögn þumalputtaregla í stríði af þessu tagi, þá hafa 40.000-50.000 rússneskir hermenn fallið. Sumir telja þó að hlutfallið sé annað hjá Rússum og að frekar sé um að ræða að fyrir hvern fallinn hermann hafi einn til tveir særst. Ef það er rétt, þá þýðir það um 65.000 hafi fallið.

Hvað með Úkraínu?

Sérfræðingar telja ástæðu til að ætla að mannfallið hjá Rússum sé mun meira en hjá Úkraínumönnum. Vestræn vopn og sveigjanleg og breytileg hernaðartækni þeirra hefur hjálpað þeim að lágmarka mannfallið. Þetta á einnig við þegar þeir sækja fram, eins og til dæmis í Kharkiv og Kherson síðasta haust. Einnig lifa mun fleiri særðir úkraínskir hermenn áverka sína af en rússneskir.

En mannfallið er samt mjög mikið hjá Úkraínumönnum. Vestrænir sérfræðingar telja að í heildina hafi rúmlega 100.000 úkraínskir hermenn fallið eða særst. Telja þeir líklegt að fjöldi fallinna sé um 20.000-25.000.

En þegar upp er staðið getur verið að mannfallið hafi meiri áhrif á úkraínska herinn því margir hinna föllnu voru vel þjálfaðir og reyndir hermenn en stór hluti af rússnesku hermönnunum voru refsifangar og nýliðar sem voru sendir á vígvöllinn í skyndi, oft án nokkurrar þjálfunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast