fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Eftir gagnrýni á Pútín – „Óskiljanlegt að hann sé enn á lífi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 05:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held ekki lengur að hann sé með stoppara þegar hann gagnrýnir Pútín beint. Það er óskiljanlegt að hann sé enn á lífi.“

Þetta sagði Joakim Paasikivi, yfirlautinant, um rússneska herbloggarann Igor Gikin í samtali við Aftonbladet.

Rússneskir herbloggarar eru þekktir fyrir að hvetja til enn harðari aðgerða í Úkraínu og enn meiri kúgunar. Í þessu samhengi gagnrýna þeir yfirstjórn rússneska hersins oft en ekki Pútín.

Þar til nú.

Igor Girkin, sem er með tæplega 800.000 fylgjendur á Telegram, birti í gær myndband þar sem hann talar beint um Pútín.

„Þegar staðan er alvarleg getur verið að Pútíns vilji flýja. Andlegt ástand hans getur gert að verkum að hann fyllist örvæntingu og láti af embætti til að bjarga lífi sínu, eins og Yanukovych,“ segir hann í myndbandinu.

Þarna líkir hann Pútín við Viktor Yanukovych, fyrrum forseta Úkraínu, sem var steypt af stóli 2014 og hefur verið í útlegð í Rússlandi síðan.

Stefan Ingvarsson, sérfræðingur hjá miðstöð austurevrópskra rannsókna, sagði að Girkin hafi farið yfir rauðu línuna um að ekki megi gagnrýna Pútín þegar hann líkti honum við Yanukovych.

Hann sagði hugsanlegt að Girkin hafi ekki verið handtekinn af ótta yfirvalda við að hann verði þar með einhverskonar píslarvottur. Einnig sé hugsanlegt að hann sé á mála hjá Kremlverjum og sé ventillinn fyrir öfgamenn og eigi að koma með harða gagnrýni á yfirstjórn hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Í gær

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“