fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Fernandes eins og hauslaus hæna á 200 kílómetra hraða – ,,Eigingjörn manneskja og mjög villtur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. febrúar 2023 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Parker, goðsögn Manchester United, hefur skotið föstum skotum á Portúgalann Bruno Fernandes sem leikur með félaginu í dag.

Parker er á því máli að Fernandes sé alls ekki hæfur í að bera fyrirliðaband Man Utd eins og gegn Leeds í vikunni.

Þessi 28 ára gamli leikmaður er þekktur fyrir að vera góður framar á vellinum og er duglegur að leggja upp sem og skora mörk.

Parker telur þó að Fernandes sé ekki fyrirliðaefni og vorkenndi samherja hans í 2-2 jafnteflinu við Leeds.

,,Ég vorkenndi Marcel Sabitzer, hann þurfti að spila með Bruno Fernandes sem er brjálæðingur og er eins og hauslaus hæna á 200 kílómetra hraða,“ sagði Parker.

,,Bruno Fernandes er með fyrirliðabandið en hann hagar sér ekki eins og leiðtogi. Hann ætti að vera fyrirmynd en ekki verða reiður þegar hlutirnir ganga ekki upp.“

,,Hann er mjög eigingjörn manneskja og á vellinum er hann villtur, hann er svo villtur. Hann þarf að haga sér eins og fyrirliði. Ég býst ekki við að hann bæti sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram
433Sport
Í gær

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar
433Sport
Í gær

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Í gær

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Í gær

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann