fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Skotárásin í bílastæðahúsinu: Ingólfur Kjartansson fékk átta ára dóm

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 10:15

Mynd frá vettvangi. Fréttablaðið/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Kjartansson, sem er tvítugur að aldri, var í nóvember árið 2022 dæmdur í átta ára fangelsi fyrir skotárás sem átti sér stað í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti þann 13. febrúar, sama ár.

Vísir greinir frá en dómur í málinu hefur ekki verið birtur. DV hefur sent fyrirspurn á Héraðsdóm Reykjavíkur um hverju það sæti að dómur í málinu hafi ekki verið birtur.

Ingólfur beitti þrívíddarprentaðri byssu í árásinni og skaut mann á brjóstkassa hægra megin, rétt fyrir ofan geirvörtu. Skotið fór í gegnum hægra lunga og hlaut brotaþoli opið sár á brjóstkassa, áverkablæðingu í brjósthol, rifbrot og áverkaloftbrjóst. (Sjá Vísir.is)

Árásin vakti mikinn óhug enda skotárásir af þessu tagi fátíðar hér á landi. Fréttablaðið ræddi við sjónarvott, íbúa í hverfinu, sem vaknaði við skothvelli, leit út um glugga sem snýr í átt að bílastæðahúsinu og sá karlmann, Ingólf, munda byssuna:

„Í fyrstu hélt ég að þetta væru flugeldar. Fólk hefur verið að skjóta þeim upp hérna í hverfinu. En hvellirnir virtust vera svolítið taktfastir, fjögur eða fimm skot. Þá leit ég út um gluggann og sá mann með vélbyssu á þaki bílastæðahússins. Ég alla vega held að þetta hafi verið vélbyssa. Þetta var stór byssa sem hann hélt á með báðum höndum. Þetta var óhugnanlegt. Ég var eðlilega hræddur enda er maður ekki vanur að sjá mann með vélbyssu.“

Sjónarvotturinn hringdi í lögreglu sem mætti á vettvang skömmu síðar ásamt sérsveit lögreglu. Var svæðið girt af og lokað fyrir aðgang að bílastæðahúsinu.

Þrír menn voru handteknir vegna árásarinnar en skotmaðurinn sjálfur, Ingólfur Kjartansson, var sem fyrr segir sakfelldur og dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og rán, ásamt vopnalaga- og fíkniefnalagabrotum. Engu að síður gekk hann laus þann 13. febrúar árið 2022 og framdi þetta brot.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna