fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Rýfur þögnina og slekkur í orðrómum – Eiginmaðurinn sakaður um nauðgun á skemmtistað

433
Mánudaginn 6. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joana Sanz, eiginkona Dani Alves, hefur heimsótt hann í fangelsi í fyrsta sinn síðan honum var stungið inn, grunaður um nauðgun á skemmtistað. Hún þvertekur fyrir orðróma sem hafa verið á kreiki um sig.

Hinn 39 ára gamli Al­ves er sakaður um að hafa mis­notað konu kyn­ferðis­lega á nætur­klúbbi í Barcelona í lok desember en hann neitar sök í málinu. Hann segist hafa stundað kynlíf með samþykki beggja aðila. Hann sætir nú rannsókn en situr í fangelsi á meðan.

Það hafa verið orðrómar þess efni að Sanz hafi beðið um skilað frá Alves. Hún segist hins vegar ekki hafi tekið ákvörðun um neitt slíkt og að hún muni opinbera það sjálf ef svo fer.

„Ég mun ekki yfirgefa hann á versta augnabliki ævi hans,“ sagði Sanz við fjölmiðla eftir heimsókn í fangelsi Alves.

Sanz segir einnig að fréttir frá því í síðustu viku um að Alves hafi neitað að hitta hana í fangelsinu séu rangar.

Alves og lögfræðingar hans hafa þegar sótt um að hann fái að sæta stofufangelsi á meðan rannsókn stendur. Sem stendur situr hann inni í Brians 2 fangelsinu nálægt Barcelona.

Alves var á mála hjá Pumas í Mexíkó þegar meint brot átti sér stað á skemmtistaðnum. Í ljósi aðstæðna hefur félagið látið hann fara.

Á sínum at­vinnu­manna­ferli hefur Alves leikið með liðum á borð við Barcelona, Paris Saint-Germain og Juventus. Þá á hann að baki yfir eitt hundrað leiki fyrir brasilíska A-lands­liðið. Hann var hluti af leik­manna­hópi Brasilíu á HM í Katar undir lok síðasta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift