fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Gunnhildur og Erin með æfingar hjá Öspinni – „Félagslegt gildi og stuðlar að samvinnu einstaklinga“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskona í fótbolta og unnusta hennar, Er­i­n Mc­Leod eru að byrja með æfingar hjá Öspinni.

Gunnhildur og Erin sem reynd landsliðskona frá Kanada eru fluttar til Íslands og hafa báðar samið við Stjörnuna, hafa þær undanfarin ár verið búsettar í Flórída.

Gunnhildur segir frá því á Facebook að æfingarnar séu að fara af stað. „Markmið Íþróttafélagsins Aspar er að standa fyrir íþróttaæfingum hjá félögunum, með sem fjölbreyttustum hætti, þeim til heilsubótar og ánægju og þátttöku í íþróttamótum, þar sem hæfni hvers og eins nýtur sín sem best;“ segir á vef Aspar.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu (Mynd/Getty)

„Ég og Erin vorum að byrja að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetjum við sem flesta til að mæta,“ segir Gunnhildur.

„Knattspyrna er liðsíþrótt sem er tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. Knattspyrnuiðkun eflir styrk, jafnvægi og samhæfingu en hefur einnig félagslegt gildi og stuðlar að samvinnu einstaklinga. Tekið er þátt í mótum bæði hérlendis sem og erlendis,“ segir Gunnildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Engin flugeldasýning en íslenskur sigur staðreynd

Engin flugeldasýning en íslenskur sigur staðreynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi