fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Everton vill Isco í kjölfar þess að skiptin til Berlínar klikkuðu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Times segir frá því að Everton horfi til þess að fá Isco á frjálsri sölu.

Everton vantar styrkingu í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og Isco er án félags.

Spánverjinn var næstum því farinn til Union Berlin á lokadegi félagaskiptagluggans en skiptin gengu ekki í gegn þrátt fyrir samkomulag.

„Við vildum fá Isco til Berlínar en höfum okkar mörk. Það var farið yfir þau í dag, þvert á það sem áður hafði verið samið um,“ sagði í yfirlýsingu Union á gluggadeginum.

Everton er í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni og situr í næst neðsta sæti.

Sean Dyche er tekinn við liðinu og mun stýra sínum fyrsta leik á laugardag gegn Arsenal. Frank Lampard hafði verið rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra skömmu áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga