fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

TF-SIF á hilluna vegna hagræðingar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstri eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi Landhelgisgæslunni fyrr í vikunni var tilkynnt um þessa ákvörðun og lagt fyrir Landhelgisgæsluna að undirbúa söluferli vélarinnar.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að rekstur Landhelgisgæslunnar hafi reynst erfiður á undanförnum mánuðum sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs, meðal annars vegna stærra og öflugra varðskips auk verri afkomu af þátttöku í Frontex en vænst var.

Í apríl í fyrra upplýsti Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðuneytið um að forsendur rekstraráætlunar Landhelgisgæslunnar væru brostnar sökum þess að fjárheimildir hefðu ekki fylgt umfangsmeiri rekstri og ekki síður vegna þeirra miklu hækkana sem orðið hefðu á olíuverði og öðrum aðföngum.

Fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar á fjárlögum þessa árs voru auknar um 600 milljónir króna. Það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhalla síðasta árs nema gripið yrði til aðgerða sem kæmu niður á lögbundnum hlutverkum og viðbragðsgetu stofnunarinnar.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að í ákvörðuninni felist mikil afturför í viðbragðs og eftirlitsgetu þjóðarinnar.

,,Þegar ljóst var að stofnunin fengi ekki frekari fjárframlög tók við samtal við dómsmálaráðuneyti um hvaða leiðir væru færar til að koma fjárhag Landhelgisgæslunnar á réttan kjöl. Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins.“ 

Frá árinu 1955 hefur Landhelgisgæslan gert út flugvél til eftirlits og björgunarstarfa við Íslandsstrendur. Ákvörðunin nú er því mikil afturför í viðbragðs- og ekki síst eftirlitsgetu þjóðarinnar. TF-SIF er ein af mikilvægustu einingunum í viðbragðskeðju stofnunarinnar og með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar.“  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“