fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Gamalt myndband af nýjustu stjörnunni veldur stuðningsmönnum áhyggjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorginho gekk í gærkvöldi í raðir Arsenal frá Chelsea.

Miðjumaðurinn, sem er 31 árs gamall, skrifar undir eins og hálfs árs samning á Emirates með möguleika á árs framlengingu.

Arsenal greiðir Chelsea 11 milljónir punda fyrir Ítalann. Ein milljón bætist við kaupverðið ef Arsenal nær topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og önnur milljón ef liðinu tekst að halda í toppsætið og verða Englandsmeistari.

Samningur Jorginho við Chelsea var að renna út í sumar.

Jorginho hafði verið á mála hjá Chelsea síðan 2018. Hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2021 og Evrópudeildina 2019.

Ljóst er að ítalski miðjumaðurinn er kominn yfir sitt allra besta og hafa einhverjir stuðningsmenn Arsenal áhyggjur af hraða leikmannsins.

Jorginho þykir hægur og myndband af honum hlaupa við hlið dómara í leik með Chelsea hefur farið eins og eldur um sinu um internetið eftir að skipti leikmannsins gengu í gegn.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United staðfestir ráðningu á Jonny Evans

United staðfestir ráðningu á Jonny Evans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útskýrir af hverju Liverpool keypti Nunez frekar en Isak – Það var Klopp sem réði öllu

Útskýrir af hverju Liverpool keypti Nunez frekar en Isak – Það var Klopp sem réði öllu
433Sport
Í gær

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur