fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Gamalt myndband af nýjustu stjörnunni veldur stuðningsmönnum áhyggjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorginho gekk í gærkvöldi í raðir Arsenal frá Chelsea.

Miðjumaðurinn, sem er 31 árs gamall, skrifar undir eins og hálfs árs samning á Emirates með möguleika á árs framlengingu.

Arsenal greiðir Chelsea 11 milljónir punda fyrir Ítalann. Ein milljón bætist við kaupverðið ef Arsenal nær topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og önnur milljón ef liðinu tekst að halda í toppsætið og verða Englandsmeistari.

Samningur Jorginho við Chelsea var að renna út í sumar.

Jorginho hafði verið á mála hjá Chelsea síðan 2018. Hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2021 og Evrópudeildina 2019.

Ljóst er að ítalski miðjumaðurinn er kominn yfir sitt allra besta og hafa einhverjir stuðningsmenn Arsenal áhyggjur af hraða leikmannsins.

Jorginho þykir hægur og myndband af honum hlaupa við hlið dómara í leik með Chelsea hefur farið eins og eldur um sinu um internetið eftir að skipti leikmannsins gengu í gegn.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að