fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Gamalt myndband af nýjustu stjörnunni veldur stuðningsmönnum áhyggjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorginho gekk í gærkvöldi í raðir Arsenal frá Chelsea.

Miðjumaðurinn, sem er 31 árs gamall, skrifar undir eins og hálfs árs samning á Emirates með möguleika á árs framlengingu.

Arsenal greiðir Chelsea 11 milljónir punda fyrir Ítalann. Ein milljón bætist við kaupverðið ef Arsenal nær topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og önnur milljón ef liðinu tekst að halda í toppsætið og verða Englandsmeistari.

Samningur Jorginho við Chelsea var að renna út í sumar.

Jorginho hafði verið á mála hjá Chelsea síðan 2018. Hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2021 og Evrópudeildina 2019.

Ljóst er að ítalski miðjumaðurinn er kominn yfir sitt allra besta og hafa einhverjir stuðningsmenn Arsenal áhyggjur af hraða leikmannsins.

Jorginho þykir hægur og myndband af honum hlaupa við hlið dómara í leik með Chelsea hefur farið eins og eldur um sinu um internetið eftir að skipti leikmannsins gengu í gegn.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag