fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Af hverju er meiri áhugi á að kaupa Manchester United en Liverpool?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom síðla hausts eru eigendur tveggja stærstu félaga Englands, Manchester United og Liverpool, opnir fyrir því að selja þau. Það virðist þó sem meiri áhugi sé á að kaupa fyrrnefnda félagið.

Glazer-fjölskyldan hefur átt United síðan 2005 en Fenway Sports Group Liverpool síðan 2010.

Jóhann Már Helgason, sparkspekingur og viðskiptafræðingur, mætti í sjónvarpsþátt 433.is á dögunum og ræddi meðal annars hugsanlegar sölur á stórliðunum tveimur.

Það er útlit fyrir það sem stendur að meiri áhugi sé á United. „Maður veit ekki hvað gengur á á bak við tjöldin en miðað við það sem maður les er það þannig,“ segir Jóhann.

„Jim Ratcliffe virðist ætla að reyna að kaupa United og á sama tíma er maður farinn að horfa á að Liverpool sé jafnvel farið að sætta sig við að taka inn hluthafa, selja ekki meirihlutann frá sér.“

Málin gætu þó farið að skýrast á næstu misserum.

„Í byrjun febrúar eiga þeir að fara að opna tilboðin. Þá sjáum við hverjir sitja eftir, þeir sem vilja kaupa Manchester United, hafa þeir mögulega áhuga á að kaupa Liverpool? Það virðist vera þannig.“

En af hverju er staðan svona? „United er búið að vera í lægð í langan tíma og það eru meiri vaxtarmöguleikar þar. Liverpool er búið að taka völlinn sinn í gegn, ég held að Manchester United geti gert betur á Old Trafford. Sem einhver sem kemur inn í þetta horfir þú á það svo að þú getir vaxið meira hjá Manchester United.“

Hér að neðan má sjá þátt 433.is og enn neðar má nálgast hann í hlaðvarpsformi

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að
Hide picture