fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Af hverju er meiri áhugi á að kaupa Manchester United en Liverpool?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom síðla hausts eru eigendur tveggja stærstu félaga Englands, Manchester United og Liverpool, opnir fyrir því að selja þau. Það virðist þó sem meiri áhugi sé á að kaupa fyrrnefnda félagið.

Glazer-fjölskyldan hefur átt United síðan 2005 en Fenway Sports Group Liverpool síðan 2010.

Jóhann Már Helgason, sparkspekingur og viðskiptafræðingur, mætti í sjónvarpsþátt 433.is á dögunum og ræddi meðal annars hugsanlegar sölur á stórliðunum tveimur.

Það er útlit fyrir það sem stendur að meiri áhugi sé á United. „Maður veit ekki hvað gengur á á bak við tjöldin en miðað við það sem maður les er það þannig,“ segir Jóhann.

„Jim Ratcliffe virðist ætla að reyna að kaupa United og á sama tíma er maður farinn að horfa á að Liverpool sé jafnvel farið að sætta sig við að taka inn hluthafa, selja ekki meirihlutann frá sér.“

Málin gætu þó farið að skýrast á næstu misserum.

„Í byrjun febrúar eiga þeir að fara að opna tilboðin. Þá sjáum við hverjir sitja eftir, þeir sem vilja kaupa Manchester United, hafa þeir mögulega áhuga á að kaupa Liverpool? Það virðist vera þannig.“

En af hverju er staðan svona? „United er búið að vera í lægð í langan tíma og það eru meiri vaxtarmöguleikar þar. Liverpool er búið að taka völlinn sinn í gegn, ég held að Manchester United geti gert betur á Old Trafford. Sem einhver sem kemur inn í þetta horfir þú á það svo að þú getir vaxið meira hjá Manchester United.“

Hér að neðan má sjá þátt 433.is og enn neðar má nálgast hann í hlaðvarpsformi

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Það er allt upp á tíu hér“

„Það er allt upp á tíu hér“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Komið í ljós hver ljóshærða konan er – Þekkt fyrir efni sem hún framleiðir fyrir klámsíður

Komið í ljós hver ljóshærða konan er – Þekkt fyrir efni sem hún framleiðir fyrir klámsíður
Hide picture