fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Steinbergur segir að hjá okkur „góða fólkinu“ sé slæm hefð við lýði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 07:45

Steinbergur Finnbogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enn eina ferðina er íslensk þjóð að fá alvarlega ofanígjöf erlendis frá fyrir að vera úr takti við almennt viðurkennd mannréttindi. Í þetta sinn – og langt í frá í fyrsta sinn – eru það lögregluyfirvöld og íslenskir dómstólar sem fá á baukinn og ekki verður annað séð en að bæði ríkisvaldið og hið svokallaða fjórða vald fjölmiðlanna hafi alla tíð sett kíkinn fyrir blinda augað.“

Svona hefst grein eftir Steinberg Finnbogason, lögmann, í Fréttablaðinu í dag. Hún ber fyrirsögnina „Íslenskar pyntingar“.

Umfjöllunarefni Steinbergs í greininni er ný skýrsla mannréttindasamtakanna Amnesty International þar sem fram kemur að einangrun fanga í gæsluvarðhaldi sé beitt sem vísvitandi pyntingartæki. „Það sem ekki er einungis látið viðgangast hér á landi heldur beinlínis stundað er t.d. með öllu bannað í Bretlandi og lágmarkað með öllum tiltækum ráðum í í öðrum viðmiðunarlöndum okkar. Hjá okkur, „góða fólkinu á Íslandi“, er hins vegar hefð fyrir því, nánast samofið lögreglumenningu okkar, að halda fólki í slíkri einangrun ekki bara dögum saman heldur oft og tíðum vikum eða jafnvel mánuðum saman,“ segir Steinbergur.

„Álitsgjöf Amnesty International um vinnubrögð lögreglunnar og sjálfvirkar undirtektir dómsvaldsins þegar um einangrunarvist gæsluvarðhaldsfanga er að ræða er enn eitt áfallið fyrir það góða og kærleiksríka samfélag sem við viljum ávallt trúa að við höfum byggt upp á Íslandi. Við hikum ekki við að úrskurða börn í einangrunarvist og af því að hér er ekkert kvennafangelsi eru konur látnar dúsa árum saman í fangelsi á Hólmsheiði við aðstæður sem jafnvel hörðustu karlar brotna undan á örfáum vikum. Við látum gæsluvarðhaldsfanga vera án nokkurs samneytis við fólk og án annars útsýnis en í besta falli eingöngu til himins svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir,“ segir Steinbergur og bætir við að þetta séu skýr mannréttindabrot samkvæmt sáttmála Evrópusambandsins sem Íslendingar hafi undirgengist án skilyrða.

„Brotavilji lögreglunnar er einbeittur, meðvirkni dómstólanna algjör, þegjandi samþykki stjórnvalda æpandi og aðhald fjölmiðla ekkert,“ segir hann.

Hægt er að lesa grein hans í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi