fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Óttar geðlæknir gefur lítið fyrir hugvíkkandi efni – „Tala í innihaldslausum frösum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. janúar 2023 10:00

Óttar Guðmundsson. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur litla trú á lækningamætti hugvíkkandi efna sem núna eru svo mikið í deiglunni. Í Bakþönkum sínum í Fréttablaðinu minnir Óttar á að allt fer í hringi og rifjar upp tíðaranda frá sjöunda áratugnum, þegar hugvíkkandi efni komu á sjónarsviðið:

„Á unglingsárum mínum á sjöunda áratugnum varð hippahreyfingin mjög áberandi. Menn gagnrýndu ríkjandi þjóðfélagskerfi og prédik­uðu nýjan lífsstíl. Tim Leary og fleiri gúrúar boðuðu fagnaðarerindi skynörvandi og hugvíkkandi efna til að losa um gamlar hömlur og kreddur. Þessar kenningar náðu flugi en margir efuðust og hugbreytandi efnin voru smám saman bönnuð. Allt fer í hringi og nú hafa ofskynjanaefni gengið í endurnýjun lífdaga sem töfralausn við öllum mögulegum geðkvillum.“

Margir vitna um lækningamátt hugvíkkandi efna en Óttar segir að engar rannsóknir liggi fyrir um að þau séu áhrifaríkari en önnur meðferðarúrræði. Efnin séu engan veginn fullrannsökuð og Óttar telur að hér sé tískubylgja á ferðinni, knúin lýðskrumi:

„Geðlæknar vara við auglýsingamennsku og popúlisma í kringum þessi efni þar sem þau séu á engan hátt fullrannsökuð. Margir gamlir fíklar hafa barist fyrir notkun hugbreytandi lyfja. Neysla ofskynjunarefna í lækningaskyni hljómar mun betur en hversdagsleg misnotkun. Enn og aftur er í tísku að kafa í sálardjúpin og finna sjálfan sig og tala í innihaldslausum frösum.“

Óttar segir að það sé í tísku að gera lítið úr hefðbundnum lækningum. Eins og komið hefur fram liggur núna fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum. „Þessi tillaga ber vott um forræðishyggju og æpandi vanþekkingu á eðli vísindarannsókna,“ segir Óttar og telur augljóst að flutningsmenn tillögunnar vilji vera hipp og kúl og boða nýtt fagnaðarerindi.

Óttar segir ennfremur:

„Gamlir læknar hafa lært á langri ævi að það eru engar töfralausnir til. Öll lyf hafa sínar aukaverkanir. Frjáls og óheft notkun ofskynjanaefna til lækninga yrði fljót að snúast upp í andhverfu sína. Tilraunastarfsemi Timothy Learys rann út í sandinn fyrir nokkrum áratugum og hætt er við að þessi bylgja fari sömu leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“