fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Fóru að skellihlæja eftir ummæli Keane um Guardiola – Steinum kastað úr glerhúsi

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, goðsögn Manchester United, vakti heldur betur athygli í gær er hann ræddi leik Manchester City og Arsenal.

Man City er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir 1-0 sigur á Arsenal á heimavelli sínum.

Aðeins eitt mark var skorað en það gerði varnarmaðurinn hollenski Nathan Ake fyrir Man City í seinni hálfleik.

Keane er þekktur fyrir að vera ansi mikill harðhaus en hann grínaðist í settinu eftir leikinn í gær.

Keane skaut þar létt á Pep Guardiola, stjóra Man City, sem ræddi við blaðamenn eftir leik og virkaði ekki himinlifandi.

,,Ég held að Pep ætti að brosaa aðeins meira og það er ég sem segi þetta,“ sagði Keane sem er ekki þekktur fyrir að vera mjög brosmildur.

Ian Wright og umsjónarmaður þáttarins Mark Pougatch gátu ekki annað en hlegið að ummælum Keane og það skiljanlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“