fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Er að finna ríkidæmi í ruslakompunni? – Lygileg verðmæti sem fundust á ótrúlegustu stöðum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur borgað sig að hugsa sig tvisvar um áður en drasli er hent, því það er aldrei að vita nema að innan um og saman við leynist eitthvað sem gæti gert þig að milljóner. 

Hringurinn góði reyndist raunverulega 26 karöt. Mynd/YouTube

Demantshringurinn af sjúkrahúsinu

Kona nokkur nokkur í London keypti hring á tvö þúsund krónur í gjafavöruverslun í anddyri sjúkrahúss. Henni fannst skartið fallegt og tók hringinn varla af sér næstu 30 árin.

Árið 2017 ákvað hún í bríaríi að láta gullsmið meta gripinn. Var henni sagt að steinninn í hringnum væri ekki falleg eftirlíking heldur 26 karata demantur, metinn á 58,5 milljónir króna.

Konan setti hringinn á uppboð þar sem hann var seldur fyrir 125 milljónir króna.

Hvernig hringurinn rataði í gjafavöruverslun á sjúkrahúsi veit enginn.

Skórnir góðu. Mynd/Getty

Michael Jordan skórnir

Larry Awe vann hjá verktakafyrirtæki við þrif. Hann var að hreinsa dót út úr gamalli verslunarmiðstöð sem stóð til að rífa þegar hann fann þessa líka fínu strigaskó.

Awe, sem er mikill áhugamaður um körfubolta, grunað að ekki væri um neitt venjulegt skópar að ræða, Hann taldi sig hafa séð sömu skó áður og fékk grun sinn staðfestan þegar hann sá áritun körfuboltagoðsins Michael Jordan á skónum.

Mundi hann eftir að þeir höfðu verið sýningargripur í íþróttavöruverslun sem einu sinni var til húsa í verslunarmiðstöðinni.

Talið er að Awe hafi selt skóna á þrjár milljónir króna.

Koníakið er enn hægt að drekka. Mynd/Getty

Heimsins elsta koníak

Árið 1870 fór maður að nafni Alphonse til Cognac héraðsins í Frakklandi í leit að vinnu á vínekru, sem hann og fékk.

Hann mun hafa verið nokkuð svekktur þegar að hann fékk greitt í koníaksflöskum í stað peninga svo Alphonse sagði upp og hélt heim á leið með flöskurnar sínar.

Hann kom þeim fyrir í kjallara húss síns og gleymdi þeim. Þar lágu þar gleymdar í 150 ár þar til íbúar hússins rákust á þær

Stærsta flaskan var á seld á rúma 21 milljón íslenskar og hinar á um rúmlega 14 milljónir. Er um elstu koníaksflöskur í heimi að ræða.

Koníakið ku enn vera drykkjarhæft en ekki fylgir sögunni hvort kaupendur létu vaða í að smakka.

Verkið er frá þrettándu öld og var talið glatað fyrir löngu.

Ómetanlegt listaverk í eldhúsi

Kona nokkur, einnig í Frakklandi, hugðist minnka við sig og flytja og fékk því til sín matsmann til að meta virði eigna sinna.

Matsmaðurinn var snöggur að koma auga á málverk sem hékk í eldhúsi konunnar. Kvaðst hún hafa erft það en aldrei leitt hugann að því.

Í ljós kom að um var að ræða verk eftir þrettándu aldar listamanninn Cimabue. Var það talið löngu glatað en reyndist í afar góðu ástandi.

Konan fékk hvorki meira né minna en fjóra milljarða íslenskra króna fyrir verkið sem áður hafði hangið yfir soðningunni á eldavélinni.

Ef þú laumar á gömlum tölvueik sem enn er í umbúðunum ertu í góðum málum. Mynd/Getty

Nintendo leynir á sér

Í Bandaríkjunum var Scott nokkur Amos að taka til á háalofti æskuheimilis síns þegar hann rakst á gamlan Nintendo Kid Icarus leik í innkaupakpoka.

Í pokanum var kvittun fyrir kaupunu  og hafði leikurinn kostað um 5.500 krónur.

Scott taldi foreldra sína hafa keypt handa honum leikinn í jólagjöf, þar sem kvittunin var dagsett í desember, falið hann á háaloftinu og  gleymt honum.

Þar sem leikurinn var enn í upphaflegum umboðum fékk Scott 1,3 milljónir fyrir hann á EBay, sem hann sagðist nota í ferð í Disneyland með fjölskylduna.

Reyndar sögðu sérfræðingar að Scott hefði verið helst til of fljótur á sér þar sem safnarar greiðar allt að fjórfalt hærri upphæðir fyrir slíka leiki.

Það fengust 175 millur fyrir þennan eina litla taflmann. Mynd/Getty

Taflmaður á 175 millur

Árið 1831 fannst skákborð og skákmenn úr fílabeini á heimili á fámennri eyju fyrir utan strendur Skotlands. Er settið frá 12. öld og gríðarlega fágætt að finna slíkt.

Aftur á móti vantaði fimm skákmenn í settið. Það liðu 200 ár þar til bættist í settið.

Fjölskylda í Edinborg átti taflmann úr fílabeini og bað Sotheby uppboðshúsið að meta eintakið. Reyndist sá vera út settinu forna.

Afi eigandans hafði keypt gripinn á um 900 krónur, rúmlega hálfri öld áður, en hið heppna barnabarn fékk heilar 175 milljónir fyrir taflmanninn. Hann hafði áður verið í hillu í borðstofu fjölskyldunnar.

Það er verst að afi náði ekki að komast yfir hina fjóra.

Allt sem tengist einum elskaðasta forsætisráða Breta er verðmætit. Mynd/BBC

Ruslið borgarði sig

Breti að nafni David Rose hafði starfað við sorphirðu í 15 ár árið 2019 þegar hann rakst á poka sem upp úr stóð veglegur hattur.

Rose ákvað að skoða innihald pokans betur og í ljós kom að í honum var að finna eigur fyrrum forsætisráðherra Breta, Winston Churchill.

Í pokanum var að finna hatt, vindla og fjölda bréfa úr eigu Churchill.

Rose fór með innihald pokans í sjónvarpsþáttinn Antiques Roadshow en þangað getur fólk mætt og látið verðmeta gripi.

Reyndist innihald pokans metið á 2 til 3 milljónir króna og var sorphirðumaðurinn hinn kátasti.

Rose sagði í viðtali að hann legði í vana sinn að skoða betur það rusl sem honum fyndist áhugavert en aldrei fundið neitt þessu líkt.

Hann neitar aftur á móti að segja hvar hann fann pokann.

Sennilega fór hann að leita að fleiri verðmætum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins