fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Zlatan les nýkrýndu heimsmeisturunum pistilinn – „Merki þess að þú munt aðeins vinna einu sinni“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 20:00

Zlatan Ibrahimovic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska knatt­pyrnu­goð­sögnin Zlatan I­bra­himo­vic er allt annað en sáttur með hegðun leik­manna argentínska lands­liðsins, fyrir utan Lionel Messi, eftir að liðið tryggði sér heims­meistara­titilinn með sigri á Frökkum í Katar undir lok síðasta árs. Hann spáir því að Argentínu­menn muni ekki vinna neitt framar með nú­verandi leik­manna­hóp sinn.

Fagnaðar­læti argentínska lands­liðsins í kjöl­far sigursins á HM í Katar varð til þess að Al­þjóða knatt­spyrnu­sam­bandið (FIFA ) hóf rann­sókn á hegðun liðsins eftir sigurinn. Mark­vörðurinn Emili­ano Martinez var staðinn að því að hæðast sví­virði­lega að Frökkum, sér í lagi Mbappé og þá þóttu fagnaðar­læti hans, eftir að hann fékk Gull­hanskann sem besti mark­vörður HM, hneykslun.

„Messi er talinn vera besti leik­maður sögunnar, ég var hand­viss um að hann myndi vinna heims­meistara­titil. Það sem mun gerast í kjöl­farið er að Kyli­an Mbappé (stór­stjarna Frakka) mun vinna heims­meistara­titil, ég hef engar á­hyggjur af honum,“ sagði I­bra­himo­vic í sam­tali við France Inter. „Ég hef á­hyggjur af hinum í argentínska lands­liðinu vegna þess að þeir munu ekki vinna neitt framar. Messi hefur unnið allt, fólk mun minnast hans, en allir hinir sem hegðuðu sér illa, við getum ekki liðið þá.“

Þessi dómur hans komi frá ferli hans sem at­vinnu­maður í knatt­spyrnu á hæsta gæða­stigi.

„Þetta er merki þess að þú munt aðeins vinna einu sinni, aldrei oftar. Maður fagnar ekki sigri svona.“

Svona fagnaði Emiliano Martinez eftir að hafa hlotið gullhanskann / GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi
433Sport
Í gær

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Í gær

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus