fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Manchester United verði að klófesta Kane ætli félagið sér að verða Englandsmeistari á nýjan leik

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 13:30

Harry Kane í leik með Tottenham / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Mer­son, fyrrum leik­maður liða á borð við Arsenal og nú­verandi sér­fræðingur Sky Sports í tengslum við ensku úr­vals­deildina segir að Manchester United verði að næla í Harry Kane, fram­herja Totten­ham og fyrir­liða enska lands­liðsins ætli fé­lagið sér að verða Eng­lands­meistari á nýjan leik.

Samningur Kane við Totten­ham rennur út eftir næsta tíma­bil en Manchester United hefur í fjölda­mörg ár verið orðað við kappann. Þá vantar fé­laginu farm­herja og standa vonir til þess að næstu kaup þess verði góður fram­herji á góðum aldri.

Kane jafnaði í gær marka­met Jimmy Grea­ves hjá Totten­ham. Það dylst engum að Kane er magnaður fram­herji en titlarnir hafa látið bíða eftir sér hjá Totten­ham.

„Hann er besti fram­herji heims. Ef ég væri Manchester United þá myndi ég eyða 100 milljónum punda í hann á morgun. Fé­lagið er ný­búið að eyða 80 milljónum punda í Antony og það myndi taka hann tíu ár að skora jafn mörg mörk og Kane myndi skora á einu tíma­bili hjá Manchester Unti­ed.“

Kane geti spilað á hæsta gæða­stigi þar til hann verður að minnsta kosti 37 ára þar sem hraði er ekki stór þáttur í hans leik­stíl.

„Hann er með knatt­spyrnu­heila, getur komið djúpt með lykil­sendingar og skorað mörk. Hann býr yfir öllu.“

Ef Manchester United vilji vera ná­lægt því að vinna ensku úr­vals­deildina á nýjan leik verði fé­lagið að næla í leik­mann á borð við Kane.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur