fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Atvinnurekendur útiloka ekki beitingu verkbanns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 08:00

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hádegi í dag hefst atkvæðagreiðsla Eflingar um hvort boða eigi til verkfalls starfsfólks á sjö hótelum hjá Íslandshótelum hf. og Fosshótelum ehf. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 20 næstkomandi mánudag. Það eru þeir félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá fyrirtækjunum tveimur, sem hafa kosningarétt. Ef þeir samþykkja verkfallsboðun hefst verkfall á hádegi þann 7. febrúar.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hann telji mjög óskynsamlegt að efna til ófriðar á vinnumarkaðnum núna. Hann sagði erfitt að sjá fyrir sér hvert lokamarkmið Eflingar sé.

Hann sagðist telja að ekki sé meirihluti fyrir verkfallsaðgerðum á flestum vinnustöðum Eflingar og að lítill hópur sé að knýja á um gerð kjarasamnings fyrir 21 þúsund félagsmenn Eflingar. „Ég á erfitt með að sjá hvert endatakmarkið er, annað en að efna til óþarfa slagsmála á milli viðsemjenda og reyna með því að réttlæta herskáar yfirlýsingar forystu félagsins,“ sagði hann.

Hann sagði að reynslan hafi kennt SA að útiloka ekki neitt þegar kemur að samskiptum við forystu Eflingar og því sé beiting verkbanns ekki útilokuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál