fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Sóttvarnalæknir segir enn möguleika á alvarlegra afbrigði af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 08:00

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Mynd:Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir það ekki vera mikið áhyggjuefni að XBB.1.5 afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Það valdi ekki meiri veikindum en önnur afbrigði sem eru í gangi en það sé hins vegar mjög smitandi. Hún segir ekki hægt að útiloka að alvarlegri afbrigði komi síðar fram á sjónarsviðið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðrúnu að ekki sé ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af þessu afbrigði eða grípa til sérstakra aðgerða. „Þetta afbrigði hefur ekki breitt mikið úr sér í Evrópu. Fólk hefur áhyggjur af því að þetta komi sér meira undan ofnæmiskerfinu, sé mjög smitandi, en við höfum ekki orðið vör við meiri veikindi út af þessu afbrigði,“ sagði hún.

Hún hvatti fólk, sérstaklega þá sem hafa náð 60 ára aldri, til að láta bólusetja sig og þá sem hafa náð 60 ára aldri til að láta bólusetja sig þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu.

Hvað varðar möguleikann á að nýtt stökkbreytt afbrigði, sem myndi kalla á hertar sóttvarnaraðgerðir, geti komið fram á sjónarsviðið sagði hún svo vera. „Okkur finnst enn ástæða til að fylgjast með þessu og alþjóðlegum stofnunum finnst það líka, sá möguleiki er alveg til staðar. Við erum auðvitað að vona að afbrigði sem ekki veldur miklum eða meiri veikindum verði það sem tekur yfir en hitt er alveg mögulegt,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir Oscars ákærður

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“