fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sólveig gagnrýnir ríkissáttasemjara – „Stéttaandúð, andúð á láglaunakonum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 09:00

Sólveig Anna Jónsdóttir, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir ríkissáttasemjara og segir að hann hafi ekki áttað sig á að það sé hans hlutverk að sjá til þess að viðsemjendur Eflingar uppfylli skyldur sínar og mæti með eitthvað að samningaborðinu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Sólveigu að Efling hafi verið svipt samningsrétti. Þar ráði stéttaandúð og neikvætt viðhorf til láglaunakvenna för.

Hún sagði að 65% Eflingarkvenna lifi við viðvarandi fjárhagsáhyggjur. „Ef til verkfalls kemur er það ekki vegna þess að mig langi í verkföll eða að fjölskipuð samninganefnd sé gengin af göflunum heldur vegna þess að fólk þarf á því að halda að við náum árangri,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að Efling hafi sýnt mikinn samningsvilja en Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hafi valdið vonbrigðum: „Ég hef bundið vonir við að ríkissáttasemjari átti sig á að það gengur ekki að Efling sé svipt sjálfstæðum samningsrétti. En því miður áttar hann sig ekki á því. Hann áttar sig ekki heldur á að það er hans hlutverk að okkar viðsemjendur uppfylli sínar skyldur og mæti með eitthvað að samningaborðinu.“

Hún sagði að það sem glímt sé við sé stéttaandúð hinna velmegandi gagnvart því vinnuafli sem haldi öllu gangandi: „Við upplifum mikla stéttaandúð, mikla andúð á láglaunakonum og ekki síst aðfluttum láglaunakonum. Viðsemjendur sjá okkur ekki fyrir sér sem ómissandi fólk sem heldur allri framleiðslunni gangandi heldur sem ruslaralýð. Því miður hafa félagar okkur hjá Starfsgreinasambandinu lagst á árar með þeim,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa