fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Sólveig gagnrýnir ríkissáttasemjara – „Stéttaandúð, andúð á láglaunakonum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 09:00

Sólveig Anna Jónsdóttir, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir ríkissáttasemjara og segir að hann hafi ekki áttað sig á að það sé hans hlutverk að sjá til þess að viðsemjendur Eflingar uppfylli skyldur sínar og mæti með eitthvað að samningaborðinu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Sólveigu að Efling hafi verið svipt samningsrétti. Þar ráði stéttaandúð og neikvætt viðhorf til láglaunakvenna för.

Hún sagði að 65% Eflingarkvenna lifi við viðvarandi fjárhagsáhyggjur. „Ef til verkfalls kemur er það ekki vegna þess að mig langi í verkföll eða að fjölskipuð samninganefnd sé gengin af göflunum heldur vegna þess að fólk þarf á því að halda að við náum árangri,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að Efling hafi sýnt mikinn samningsvilja en Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hafi valdið vonbrigðum: „Ég hef bundið vonir við að ríkissáttasemjari átti sig á að það gengur ekki að Efling sé svipt sjálfstæðum samningsrétti. En því miður áttar hann sig ekki á því. Hann áttar sig ekki heldur á að það er hans hlutverk að okkar viðsemjendur uppfylli sínar skyldur og mæti með eitthvað að samningaborðinu.“

Hún sagði að það sem glímt sé við sé stéttaandúð hinna velmegandi gagnvart því vinnuafli sem haldi öllu gangandi: „Við upplifum mikla stéttaandúð, mikla andúð á láglaunakonum og ekki síst aðfluttum láglaunakonum. Viðsemjendur sjá okkur ekki fyrir sér sem ómissandi fólk sem heldur allri framleiðslunni gangandi heldur sem ruslaralýð. Því miður hafa félagar okkur hjá Starfsgreinasambandinu lagst á árar með þeim,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“