fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hefja rannsókn á meintu kynferðisbroti Alves

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn er hafin á meintu kynferðisbrotamáli knattspyrnumannsins Dani Alves. Á brotið að hafa átt sér stað á næturklúbbi í Barcelona um áramótin.

Þrítug kona sakar Alves, sem er goðsögn hjá Barcelona, um að hafa farið inn á sig á skemmtistaðnum Sutton. Hann er vinsæll á meðal ríka og fræga fólksins í Barcelona.

Alves viðurkennir að hafa verið á staðnum en þvertekur fyrir ásakanirnar.

Fréttir bárust fyrst af meinta brotinu snemma í mánuðinum. Dómstóll í Barcelona sagði svo í tilkynningu nýlega að rannsókn væri hafin á meintu kynferðisbroti á skemmtistað í kjölfar þess að kona lagði inn formlega kvörtun þess efnis.

Þar er Dani Alves ekki nefndur á nafn en Reuters greinir frá því að það sé um bakvörðinn að ræða.

Alves er orðinn 39 ára gamall. Hann hefur stærstan hluta ferils síns verið á mála hjá Barcelona. Í dag er bakvörðurinn hins vegar á mála hjá UNAM Pumas í Mexíkó.

Alves spilar enn með brasilíska landsliðinu. Fyrir áramót varð hann elsti leikmaður í sögu landsliðsins til að spila á heimsmeistaramóti. Það gerði hann í riðlakeppni HM í Katar gegn Kamerún, en leikurinn tapaðist 1-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hefja loksins viðræður við Rashford

Hefja loksins viðræður við Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Í gær

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl