fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Flóð og rafmagnstruflanir koma í veg fyrir leikinn hjá liði Ronaldo í Sádí Arabíu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 17:00

Cristiano Ronaldo er á mála hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo spilar ekki sinn fyrsta leik fyrir Al-Nassr í dag þar sem búið er að blása leikinn af.

Flóð vegna rigninga og rafmagnstruflanir koma í veg fyrir að leikurinn gegn Al Taee.

Óvíst er hvort Ronaldo hefði spilað en hann á að taka út tveggja leikja bann sem fylgdi honum frá Englandi. Ronaldo og félagið íhugaði hins vegar að hlusta ekki á þær ábendingar.

Ronaldo gekk í raðir félagsins á dögunum og er nú hæst launaði íþróttamaður sögunnar. Portúgalinn þénar 173 milljónir punda á ári þegar auglýsingasamingar og annað er tekið inn í myndina.

Hann fékk tveggja leikja bann frá enska knattspyrnusambandinu nýlega vegna atviks sem átti sér stað í vor.

Þá sló Ronaldo síma úr höndum einhverfs stráks. Atvikið átti sér stað eftir tap Manchester United gegn Everton á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“