fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Guardiola um atvikið: ,,Ég mun ræða við Haaland“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 21:22

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun ræða við framherjann Erling Haaland eftir atvik sem kom upp um helgina.

Haaland fékk gult spjald í 1-1 jafntefli við Everton en var í raun heppinn að sleppa við rautt spjald.

Tæklingin var á Vitalii Mykolenko en Haaland kom aftan að leikmanninum og uppskar að lokum gult.

Haaland virkaði nokkuð pirraður út í andstæðing sinn í þessum leik en Guardiola ætlar að ræða við sinn mann og passa upp á að hann fái ekki það rauða.

,,Ég mun ræða við Haaland um þetta. Þetta var klárlega gult spjald. Hann var á gulu spjaldi og ég varaði hann við því það getur verið hættulegt,“ sagði Guardiola.

,,Við getum ekki spilað 10 gegn 11, hann var nokkuð reiður eftir það sem gerðist en brást að lokum vel við og átti góðan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Í gær

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota