fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Segir drenginn unga þurfa að fara annað til að fá að spila

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn átján ára gamli Garang Kuol er loks formlega genginn í raðir Newcastle á Englandi. Það er þó ólíklegt að hann spili með aðalliðinu strax.

Kuol kemur frá Central Coast Mariners í heimalandinu, Ástralíu.

Hann samdi við Newcastle í haust en er nú formlega genginn í raðir félagsins.

Kuol getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum og þykir hann gríðarlegt efni. Hann spilaði tvo leiki fyrir Ástrali á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Það er líklegt að Kuol verði lánaður frá Newcastle til að byrja með.

„Garang þarf að fara og spila. Það er í forgangi,“ segir Eddie Howe, stjóri liðsins.

Kuol fer hins vegar ekki á lán hvert sem er.

„Við erum að leita að lausn. Hann þarf að spila á háu stigi og starfa með góðum þjálfara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar