fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Stórstjarna sökuð um kynferðisbrot á skemmtistað um helgina

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 09:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katalónska lögreglan rannsakar nú mál sem á að hafa átt sér stað á næturklúbbi í Barcelona um helgina.

Þar sakar kona knattspyrnumanninn Dani Alves, sem er goðgön hjá Börsungum, um að hafa farið inn á sig á skemmtistaðnum Sutton. Hann er vinsæll á meðal ríka og fræga fólksins í Barcelona.

Lögreglan rannsakar nú málið. Alves og hans fulltrúar þvertaka hins vegar fyrir allar ásakanir. Konan á hins vegar eftir að leggja fram opinera tilkynningu til lögreglu.

Fulltrúar Alves staðfesta að hann hafi verið á Sutton skemmtistaðnum á umræddu kvöldi en þvertaka fyrir ásakanirnar.

Alves er orðinn 39 ára gamall. Hann hefur stærstan hluta ferils síns verið á mála hjá Barcelona. Í dag er bakvörðurinn hins vegar á mála hjá stórliði UNAM Pumas í Mexíkó.

Alves spilar enn með brasilíska landsliðinu. Á dögunum varð hann elsti leikmaður í sögu landsliðsins til að spila á heimsmeistaramóti. Það gerði hann í riðlakeppni HM í Katar gegn Kamerún, en leikurinn tapaðist 1-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Í gær

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Í gær

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði