fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Stórstjarna sökuð um kynferðisbrot á skemmtistað um helgina

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 09:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katalónska lögreglan rannsakar nú mál sem á að hafa átt sér stað á næturklúbbi í Barcelona um helgina.

Þar sakar kona knattspyrnumanninn Dani Alves, sem er goðgön hjá Börsungum, um að hafa farið inn á sig á skemmtistaðnum Sutton. Hann er vinsæll á meðal ríka og fræga fólksins í Barcelona.

Lögreglan rannsakar nú málið. Alves og hans fulltrúar þvertaka hins vegar fyrir allar ásakanir. Konan á hins vegar eftir að leggja fram opinera tilkynningu til lögreglu.

Fulltrúar Alves staðfesta að hann hafi verið á Sutton skemmtistaðnum á umræddu kvöldi en þvertaka fyrir ásakanirnar.

Alves er orðinn 39 ára gamall. Hann hefur stærstan hluta ferils síns verið á mála hjá Barcelona. Í dag er bakvörðurinn hins vegar á mála hjá stórliði UNAM Pumas í Mexíkó.

Alves spilar enn með brasilíska landsliðinu. Á dögunum varð hann elsti leikmaður í sögu landsliðsins til að spila á heimsmeistaramóti. Það gerði hann í riðlakeppni HM í Katar gegn Kamerún, en leikurinn tapaðist 1-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Í gær

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn